Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða og er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn og þaðan er útfall Urriðavatnslækjar. Veiða má í öllu vatninu en helst er veitt í Hafralækjarósi og hjá útrennsli Urriðavatnslækjar en einnig við hitaveitutankana. Í vatninu er eingöngu bleikja sem er frá nokkur hundruð grömmum upp í 3 pund. Mest er um eins punds bleikjur. Besti veiðitíminn er fyrst á vorin, rétt eftir að ísa leysir, og virðist veiðast mest í stillu.
Fyrsti fiskurinn á land
Hann Alexander Óli var í skýjunum með fyrsta fiskinn sinn, fékk hjálp frá pabba að þræða orminn á öngulinn. Fiskurinn veiddist í Urriðavatni í Fljótsdalshéraði í sól og blíðu. „Þetta