Kleifarvatn er í Breiðdal og liggur þar stutt frá þjóðveginum á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Í vatninu er urriði og er það ágætur fiskur, mikið 1-2 punda. Úr Kleifarvatni rennur lækur í Breiðdalsá og getur fiskur gengið þar á milli um hann. Ekki langt frá Kleifarvatni er Mjóavatn, en í því er urriði af svipaðri stærð og í Kleifarvatni. Þar má einnig veiða og er veiðitími sá sami.