Þveit er í Nesjahreppi í A.-Skaftafellssýslu, skammt norðan Hafnar í Hornafirði. Vatnið er 0,91 km², mjög grunnt og aðeins í 2 m hæð yfir sjó. Myllulækur og Skrápslækur renna til þess en Þveitarlækur úr því til Hornafjarðarfljóts. Í vatninu finnst vatnableikja, urriði, sjóbirtingur og sjóbleikja. Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið. Annars er mikið magn af smábleikju í vatninu og einnig hafa heyrst sagnir af flottum urriðum sem þar hafa veiðst. Mesta aflavon er talin vera að vori og hausti.