Þveit

Austurland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

1000 kr. – 1000 kr.

Veiðin

Þveit er í Nesjahreppi í A.-Skaftafellssýslu, skammt norðan Hafnar í Hornafirði. Vatnið er 0,91 km², mjög grunnt og aðeins í 2 m hæð yfir sjó. Myllulækur og Skrápslækur renna til þess en Þveitarlækur úr því til Hornafjarðarfljóts. Í vatninu finnst vatnableikja, urriði, sjóbirtingur og sjóbleikja. Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið. Annars er mikið magn af smábleikju í vatninu og einnig hafa heyrst sagnir af flottum urriðum sem þar hafa veiðst. Mesta aflavon er talin vera að vori og hausti.

Gisting & aðstaða

Hótel

Fosshótel Vatnajökli, s: 478-2555, islandshotel.is/hotels

Gistihús

Veiðireglur

Óheimilt er að vera með hunda við vatnið og notkun báta er óheimil án leyfis landeiganda. Veiðimenn þurfa ekki að skrá sig en eiga að vera með Veiðikortið tilbúið til að sýna veiðiverði. Mikið fuglalíf er við vatnið og stranglega bannað að raska ró þeirra. Jafnframt ber veiðimönnum skylda til að ganga snyrtilega um og aka ekki utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu, nema við útfall Þveitarlækjar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Höfn í Hornarfirði: 10 km, Egilsstaðir: 255km, Akureyri: 500 km og Reykjavík: 446 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þveit er hluti af Veiðikortinu

Kaupa má dagsleyfi á Stapa s: 478-1454

Umsjónarmaður: Sigurður Sigfinnsson á Stórulág s: 478-1353.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þveit

Engin nýleg veiði er á Þveit!

Shopping Basket