Apavatn

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3500 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Apavatn er staðsett nálægt Laugarvatni í Árnessýslu í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 14 km² að stærð og liggur í um 59 m yfir sjávarmáli. Þetta er frekar grunnt vatn, eða með meðaldýpt uppá 1.5 m, dýpst hefur það verið mælt um 2.5 m. Fiskgengt er á milli Apavatns og Laugarvatns í gegnum Hólaá. Mikið er af fiski í Apavatni, helst urriði en einnig er talsvert af bleikju. Urriðinn er yfirleitt um 1-3 pund en veiðst hefur nokkuð af stærri fiski síðustu árin, allt upp í fimm pund. Best veiðist við ósa í Apavatni, bæði við ósa Hólaár sem og annarra lækja. Fiskurinn virðist taka vel og eins og venjulega gefst best veiði í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin. 

Gisting & aðstaða

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið miðast við hverja landareign þeirra bæja sem selja leyfi í vatnið

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Laugarvatn: 8 km, Selfoss: 40 km, Reykjavík: 82km og Akureyri: 437 km

Áhugaverðir staðir

Laugarvatn Fontana: 8 km, Kerið: 25 km, Reykholt: um 30 km, Skálholt: 25 km, Geysir: 36 km og Gullfoss: 46 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Hagi s: 486-4440 & Austurey s: 486-1196 og 898-8902

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Apavatn

Einn af glæstari sonum Laxár í Aðaldal

September er kókódílatími í laxveiðinni. Stóru hængarnir eru farnir að verja svæðið sitt og taka þá gjarnan frekar flugur veiðimanna. Einn af glæstari sonum Laxár í Aðaldal fékk mælingu nú

Lesa meira »

Þetta er fín útivera

„Já ég skrapp bara í klukkutíma í Apavatn og það gekk fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum aðeins í honum. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn að

Lesa meira »
Shopping Basket