Fellsendavatn er á hálendinu nálægt Þórisvatni, í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Í eðlilegu árferði er vatnið rétt um 1.7 km² að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli. Í miklum þurrkum, hverfur syðri hluti vatnsins algjörlega. Þetta er fyrsta vatnið sem komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum. Í vatnið var sleppt urriðaseiðum sem hafa náð að dafna vel. Veiðin getur verið upp og ofan en urriðinn í vatninu er nokkuð vænn, eða allt að 6 – 7 pundum, og yfirleitt ekki minni en um 2 pund. Helstu veiðistaðir eru við ströndina að norðan. Vatnið hefur einnig verið nokkuð vinsælt á veturna þar sem leyfð er veiði í gegnum ís.
„Aldrei áður komist á blað í janúar“
„Við fórum fjórir félagar í dorgveiði og settum okkur það markmið að ná allir einum fiski í matinn. Ég hef aldrei áður komist á blað í janúar. Sá fjórði er