Þetta vatn er í Vestur-Landeyjum en í það var sleppt vatnableikju úr Kollafirði á sínum tíma og síðar úr Hrafnabjarga vatni. Hún dafnaði vel og þokkaleg veiði var á stöng um tíma. Vatnið hefur lítið verið stundað undanfarin ár, en ábúendur á Lágafelli vilja gjarnan að stangveiði nái sér á strik og eru fúsir til að selja veiðileyfi, vilji menn reyna.