Skaftá – Hólmasvæðið (Mávabótarálar)

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júlí – 05 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 15000 kr.

Tegundir

Veiðin

Á þessu svæði er oft góð sjóbirtingsveiði seinni hluta sumars. Veiðisvæðið er á neðsta hluta Skaftár, þó nokkuð neðan við Vatnamótin. Þar rennur Skaftáin milli sandhólma í síbreytilegum farvegi. Talsvert er um sandbleytur og þörf á fullri varúð, bæði hvað varðar bíla og menn. Lækir renna þarna frá austri í Skaftána og eru bestu veiðistaðirnir á mótum lækjar- og jökulvatns, eins og svo oft er við slíkar aðstæður. Líklega er mest veitt þarna á spón en flugan sækir á, hér sem víðar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætt veiðihús stendur veiðimönnum til boða. Það er með 8 svefnplássum og er fremur „einfalt“, – gaskynding og sólarsellulýsing. Þokkalegt salerni og svefnpokapláss. Ágæt færð er að húsinu.

Veiðireglur

Veitt er með 6 stöngum á svæðinu og eru stangirnar seldar saman í einum pakka. Þó að það sé enginn kvóti, viljum við benda veiðimönnum á að gæta hófs og sleppa endilega stórum birtingi.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er neðsti hluti Skaftár, eða Hólmasvæðið og Mávabótarálar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: um 30 km , Selfoss: 216 km, Reykjavík: 275 km og Akureyri: 644 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.horgsland.is

Hörgsland 1 s: 487-6655 & 894-9249, [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Skaftá – Hólmasvæðið (Mávabótarálar)

Engin nýleg veiði er á Skaftá – Hólmasvæðið (Mávabótarálar)!

Shopping Basket