Apavatn er staðsett nálægt Laugarvatni í Árnessýslu í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 14 km² að stærð og liggur í um 59 m yfir sjávarmáli. Þetta er frekar grunnt vatn, eða með meðaldýpt uppá 1.5 m, dýpst hefur það verið mælt um 2.5 m. Fiskgengt er á milli Apavatns og Laugarvatns í gegnum Hólaá. Mikið er af fiski í Apavatni, helst urriði en einnig er talsvert af bleikju. Urriðinn er yfirleitt um 1-3 pund en veiðst hefur nokkuð af stærri fiski síðustu árin, allt upp í fimm pund. Best veiðist við ósa í Apavatni, bæði við ósa Hólaár sem og annarra lækja. Fiskurinn virðist taka vel og eins og venjulega gefst best veiði í ljósaskiptunum á morgnana og kvöldin.
Einn af glæstari sonum Laxár í Aðaldal
September er kókódílatími í laxveiðinni. Stóru hængarnir eru farnir að verja svæðið sitt og taka þá gjarnan frekar flugur veiðimanna. Einn af glæstari sonum Laxár í Aðaldal fékk mælingu nú