Arnarvatn stóra

Norðvesturland
Eigandi myndar: Ólafur P. Jónsson
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Arnarvatn stóra er meðal vinsælli veiðivatna á Íslandi. Það er í 540 m hæð yfir sjó, um 4.0 km² að flatarmáli, alldjúpt og vogskorið. Við eina aðalvíkina, Sesseljuvík áttu Húsfellingar veiðistöð. Úr henni fellur Austurá. Hólmavík heitir suðausturhluti vatnsins og í hana fellur Skammá úr Réttarvatni. Það er mikið af bleikju og urriða í vatninu en eins og jafnan veiða menn mismikið. Markviss netaveiði hefur hjálpað til við að halda stærð fisksins í jafnvægi og á það einna helst við um bleikjuna. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og í efsta hluta Austurár. Best er að renna á morgnana og kvöldin og mestu veiðina er oft að fá fljótlega eftir að ísa leysir.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Möguleiki er á að leigja gistingu í nokkrum skálum við Arnarvatn Stóra. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálunum. Komu og brottfaratimi miðast við hádegi.

Stóri skáli: 3900 kr á mann sólarhringur

4 manna hús: 15.000 sólarhringur

Dísarbúð: á 28.500 sólarhringur (hýsir 7 manns)

Nýja Hús: norðursalurinn er 35.000 kr á sólarhring, en herbergi á 8000 kr

Hafið samaband við Rafn Ben. s: 8927576 / eða mail rafnben@simnet.is

Tjaldstæði

Einnig er leyfilegt að tjalda við vatnið, en gott tjaldstæði er við Sesseljuvík

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má allt vatnið og góðan hluta af Austurá

Það getur verið misjafnt á milli ára hvenær fært er orðið uppeftir, en oftast er það þó rétt fyrir eða um miðjan júní. Vegurinn frá Laugarbakka er fær flestum aldrifsbílum og torleiði er frá Kalmanstungu í Borgarfirði en unnið hefur verið í lagfæringu á þeim vegi. Ekki er hægt að aka meðfram vatninu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 70 km, Akureyri: 260 km, Borgarnes: 172 km, Reykjavík: 247 km (um 200 km um Kalmannstungu) og Reykjanesbær: 288 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Ben. s: 892-7576,  [email protected] & Theódór veiðivörður s: 451-2950 & 852-0951

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Arnarvatn stóra

Engin nýleg veiði er á Arnarvatn stóra!

Shopping Basket