Eldvatn á Brunasandi

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Veiðin

Eldvatn á Brunasandi á upptök í Eldvatnsbotnum eystri í Brunahrauni. Hún rennur í nokkrum kvíslum undan hrauninu sem síðan sameinast og renna í Hverfisfljót. Í ánni er aðallega sjógengin bleikja en einnig sjóbirtingur vor og haust. Þarna veiðist líka stöku sinnum lax. Helsta bleikjusvæðið er ofan við bæinn Teygingarlæk, en neðan við hann veiðast oft nokkrir laxar. Sjóbirtingsveiðin er aðallega í ármótunum við Hverfisfljót, en þar veiðast einnig stórar bleikjur eða allt að 8-9 pund. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið stendur við Eldvatnsbotna eystri, um 15 km frá Kirkjubæjarklaustri. Þetta er rafvætt hús sem eru um 42 m². Í því er eldhús, setustofa með sjónvarpi og eitt stórt svefnherbergi með kojum fyrir átta manns. Snyrting og sturta eru í litlu husi við veiðihúsið og þar er einnig svefnrými fyrir 2 til viðbótar. Veiðimenn verða sjálfir að koma með rúmföt og hreinlætisvörur.

Veiðileyfi og upplýsingar

www.horgsland.is

Ragnar, Hörgslandi s: 487-6655 & 894-9249, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Eldvatn á Brunasandi

Engin nýleg veiði er á Eldvatn á Brunasandi!

Shopping Basket