Eldvatn í Meðallandi

Suðurland
Eigandi myndar: Haukur Þórðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

25000 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Eldvatn í Vestur-Skaftafellssýslu er mjög gott sjóbirtingssvæði, en einnig veiðist þar stöku lax og bleikja. Veiðisvæðið er með þeim fallegri á landinu, með fjöldan af fjölbreyttum veiðistöðum. Töluverð veiði er á svæðinu, en erfitt getur verið að finna fiskinn þar sem hann sýnir sig lítið í yfirborðinu. Veiðitímabilið 2019, skilaði um 500 birtingum þar sem um 150 fiskar voru lengri en 70 cm langir og þrír þeirra stærstu voru 90, 93 og 95 cm langir. 

Vorið 2013 tók nýr leigutaki við veiðisvæði Eldvatns, veiðifélagið Unubót. Í samvinnu við alla landeigendur á vatnasvæði Eldvatns og veiðimenn, var ráðist í ræktun og sleppingar á sjóbirtingsseiðum í þeim tilgangi að viðhalda og byggja upp stofna skaftfellska sjóbirtingsins. Það hefur sannarlega skilað góðum árangri.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Á árbakkanum stendur glæsilegt veiðihús sem var tekið í notkun 2009. Gisting er innifalin í veiðileyfum en greiða þarf aukalega fyrir uppábúin rúm og þrif. (7.000 pr. stöng í hverju holli).

Veiðireglur

Sleppa skal öllum sjóbirtingi en hirða má lax.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er áleiðis til Kirkjubæjarklausturs og farið yfir brúna á Kúðafljóti og síðan fljótlega tekinn afleggjari til suðurs/hægri niður í Meðalland.

Vatnasvæði Eldvatns er um 20 km með um 40 merkum veiðistöðum

Kort af veiðisvæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: um 30 km, Selfoss: 202 km, Reykjavík: 260 km, Akureyri: 628 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagið Unubót ehf, Karl Antonsson s: 421-8424 & 858-7657

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Eldvatn í Meðallandi

Sjóbirtingsveiðin að komast á flug

Sjóbirtingsárnar fyrir austan eru komnar í sparifötin. Nú líður að besta tíma á svæðinu og þegar hafa komið góðir dagar þar sem fara saman margir fiskar með stöku stórfiski. Rólegt

Lesa meira »

Fjör við Eldvatnið

„Þessi tók grænan nobbler í Flögubakka í Eldvatni við Kirkjubæjarklaustur og  hann tók á strippi, hefur elt alveg að landi áður en hann negldi hana,“ sagði Jón Ingi Sveinsson hress

Lesa meira »

Sömdu um leigu á Eldvatni til 2030

Veiðitímabilið í Eldvatni í Meðallandi hófst í gær með undirritun á nýjum samningi milli leigutaka og landeigenda. Félagið Unubót hefur verið með svæðið á leigu frá árinu 2013 og núgildandi

Lesa meira »
Shopping Basket