Fellsendavatn

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Fellsendavatn er á hálendinu nálægt Þórisvatni, í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Í eðlilegu árferði er vatnið rétt um 1.7 km² að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli. Í miklum þurrkum, hverfur syðri hluti vatnsins algjörlega. Þetta er fyrsta vatnið sem komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum. Í vatnið var sleppt urriðaseiðum sem hafa náð að dafna vel. Veiðin getur verið upp og ofan en urriðinn í vatninu er nokkuð vænn, eða allt að 6 – 7 pundum, og yfirleitt ekki minni en um 2 pund. Helstu veiðistaðir eru við ströndina að norðan. Vatnið hefur einnig verið nokkuð vinsælt á veturna þar sem leyfð er veiði í gegnum ís.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Tjaldstæði eru engin að ráði þar sem umhverfið er sandur en gott pláss er fyrir tjaldvagna og fellihýsi

Veiðireglur

Umhverfis vatnið er að mestu sandur og ekki mikið um gróður, en þar sem gróður er að finna er hann viðkvæmur. Þessi svæði eru miklar náttúruperlur og eru veiðimenn sérstaklega hvattir til að ganga vel um, aka ekki utan slóða og skilja ekki eftir sig sorp.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Aðkoman að vatninu er nokkuð auðveld og hægt er að keyra alveg niður að því. Þó ber að athuga að sandurinn getur verið laus í sér og því gætu litlir fólksbílar fest sig.

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hella: 98 km, Selfoss: 115 km, Reykjavík: 173 km og Akureyri: 519 km (Sprengisandsleið 233 km)

Veiðileyfi og upplýsingar

Hálendismiðstöðin að Hrauneyjum s: 487-7782 og Fishpartner – Fellsendavatn

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í vatninu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Fellsendavatn

Shopping Basket