Flekkudalsá

Vesturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 11 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

77600 kr. – 107700 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Flekkudalsá er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell á Fellsströnd. Margir vilja segja Flekkuna vera fallegustu laxveiðiá Dalasýslu. Flekkudalsá er snemmsumars laxveiðiá þar sem uppistaðan er smálax, þó vissulega komi á land einhverjir stórlaxar. Silungur veiðist einnig í ánni í einhverju magni. Meðalveiði á undanfarin ár er um 220 laxar á sumri. Veitt er í tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 1 júlí til hádegis 3. júlí.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Flekkudalsá hentar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús með þremur tveggja manna svefnherbergjum. Í húsinu er bakaraofn og helsti borðbúnaður fyrir að lágmarki 6 manns. Góður sólpallur er við húsið, gufubað og gasgrill. Einnig er góð vöðlugeymsla í húsinu. Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklahúsi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur framhjá Búðardal á vegi nr. 60. Síðan er beygt út á Fellströnd (nr. 590) og er veiðihúsið skammt frá veginum hægra megin, rétt áður en komið er að brúnni yfir Flekkudalsá.

Veiðisvæðið nær yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá. Í ánum þremur eru tæplega 50 merktir veiðistaðir

Hér má finna Kort af ánni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 40 km / Reykjavík: 200 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 206 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  s: 568 6050

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laugardalsá

Engin nýleg veiði er á Ölvesvatn nyrðra!

Shopping Basket