Upptök Geiraldslæks eru á vestanverðum Stórasandi, sunnan við Geiraldsgnúp. Lækurinn rennur á kafla samsíða Fitjá og svo í Austurá miðja vegu á milli Arnarvatns stóra og heiðargirðingarinnar. Þarna eru hrygningarstöðvar urriðans og því veiði þar oft góð. Að læknum er þó nokkur gangur og því er hann minna sóttur en Austurá, sem gæti verið kærkomið fyrir hrygningarfisk. Geiraldslækur er viðkvæmur fyrir þurrkum og ef sú staða er að hann varla renni, færir urriðinn sig í Austurá og þá er oft meri veiði þar.