Glérá á upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals, sem hún fellur eftir langan veg til sjávar. Þurrkar geta háð veiði í Glerá, eins í flestum smáum veiðiám á þessum slóðum. Oft getur samt verið góð veiði í ánni, sérstaklega ef tekið er mið af vatnsmagni og lengd árinnar. Mest hefur veiðin verið rúmlega 80 laxar en oftast nær eru þeir um 60-70. Helstu veiðistaðir eru Foss, Klapparhylur, Grjótgarður og Leirubakki. Einnig Símastrengur og Grænibakki í góðu vatni.