Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Norðvesturland
Eigandi myndar: gljufura.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

12500 kr. – 40000 kr.

Tegundir

Veiðin

Áin rennur, í hrikalegu landslagi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, um 28 km vegalengd í Hópið. Hún er hins vegar aðeins fiskgeng um 10 km vegalengd frá ósnum. Þetta er ein þessara laxveiðiáa sem margir veiðimenn telja ekki gullmola við fyrstu sín en er þekkt fyrir mikla meðalþyngd, eða um 8 pund. Laxastigar í ánni koma í veg fyrir alla tálma og á laxinn greiða leið langt inn á heiði. Ekki veiðist þó eingöngu lax í Gljúfurá því við ósinn í Hópið er töluverð bleikjuveiði og einning sjóbirtingur sem margir sækja í. Bleikjan er oftast á bilinu eitt til þrjú pund en sjóbirtingurinn á það til að ná sex pundum. Gljúfurá er einstaklega falleg og áhugaverð veiðiá þar sem boðið er bæði upp á lax og bleikju. Laxinn gengur seint í ána og er besti tíminn í ágúst og september.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er stórglæsilegt með útsýni yfir ána. Svefnpláss er fyrir fimm í tveimur tveggja manna herbergjum og einu eins manns. Allt er til alls í húsinu, heitur pottur, grill og góður pallur. Áin er frábær kostur fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Stutt er í alla þjónustu á Blönduósi en þangað er aðeins tíu mínútna akstur.

Veiðireglur

Sleppiskylda er á laxi, en heimilt er að taka bleikju og sjóbirting í soðið en veiðimenn skulu gæta hófs

Kort og leiðarlýsingar

Áin er fisgeng um 10 km vegalengd, frá ósi við Hópið og upp að Eyrarhyl

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: um 20 km / Reykjavík: 223 km / Akureyri 145 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 145 km, Reykjavíkurflugvölur: 225 km

Áhugaverðir staðir

Hvítserkur, Kolugil í Víðidal og Vatnsdalshólar

Veiðileyfi og upplýsingar

www.gljufura.is

Upplýsingar: [email protected] s: 893-0120

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Maríulaxinn kom á land í Gilkjafti

„Við skelltum okkur fjögur saman í tveggja daga ferð í Gljúfurá í Húnaþingi þar sem aðalmarkmið ferðarinnar var að Bríet Sif fengi maríulaxinn sinn,“sagði Styrmir Gauti  Fjeldsted og bætti við;

Lesa meira »
Shopping Basket