Grafarvatn er eitt þriggja vatna Í Eiðaþinghá sem liggja norðan Eiða og eyðibýlið Gröf. Hin eru Arnarvatn og Mjóavatn og eru þau vanalega nefnt einu nafni, Grafarvötn. Er Grafarvatn, sem er í 30 m hæð yfir sjó og um 0,43 km² að flatarmáli, vestast þeirra og næst Lagarfljóti. Í því, og einnig hinum vötnunum, er aðallega urriði en einnig bleikja og hafa fengist fiskar upp í 3-4 pund. Veiðiréttur í Grafarvatni, og reyndar einnig Mjóavatni, tilheyrir bænum Gröf og Eiðum. Gröf er í eigu bæjarfélagsins Fljótsdalshéraðs og á það því veiðiréttin í vötnunun. Veiði er ekki leyfð í Arnarvatni. Stuttur gangur er að Grafarvatni frá eyðibýlinu Gröf en best er að komast að Mjóavatni frá afleggjara sem er við þjóðveg 94.