Grenlækur sv. 5 – Seglbúðir

Suðurland
Eigandi myndar: Birgir R. Reynisson

Veiðitímabil

18 júní – 10 október

Leyfilegt agn

Fluga

Fjöldi stanga

4 stangir

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús

Leiðsögn

ekki í boði

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar

Verðbil

heill dagur

40000 kr. – 65000 kr.

Veiðin

Grenlækur er í Vestur – Skaftafellssýslu. Á Seglbúðasvæðinu er sjóbirtingur, bleikja, og staðbundinn urriði og veiðast árlega vel vænir fiskar. Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann slær grænum lit. Umhverfið er að mestu gróið og vinalegt. Vegur nr. 204 liggur yfir lækinn og gott að komast að veiðistöðum. Lax veiðist stöku sinnum í læknum. Veitt er í 2-3 daga í senn.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Stórglæsilegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum með öllum þeim þægindum sem hugsast getur. Fjögur tveggja manna herbergi, öll með uppbúnum rúmum og sér baðherbergi. Fínasta eldhús er í húsinu, með öllum búnaði, góð setustofa og svo er pallur með grilli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er 10 km langt, með um 40 veiðistöðum. Sá neðsti er Þingmaðurinn og sá efsti er Hrókshylur

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 13 km, Selfoss: 210, Reykjavík: 267 km og Akureyri: 636 km

Áhugaverðir staðir

Skaftárstofa: 12 km, Systrafoss & Systrakaffi: 12 km, Rauðárfoss: 14 km og Fjaðrárgljúfur: 19 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Erlendur Björnsson, Seglbúðum  s: 487-4810 & 697-6106

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Grenlækur sv. 5 – Seglbúðir

Engin nýleg veiði er á Grenlækur sv. 5 – Seglbúðir!

Shopping Basket