Grenlækur er í Vestur – Skaftafellssýslu. Á Seglbúðasvæðinu er sjóbirtingur, bleikja, og staðbundinn urriði og veiðast árlega vel vænir fiskar. Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann slær grænum lit. Umhverfið er að mestu gróið og vinalegt. Vegur nr. 204 liggur yfir lækinn og gott að komast að veiðistöðum. Lax veiðist stöku sinnum í læknum. Veitt er í 2-3 daga í senn.