Gufuá

Suðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

21450 kr. – 38700 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Gufuá er lítil, viðkvæm veiðiá. Á þurrkasumrum getur efri hluti arinnar verið vatnslítill, en neðri hlutinn er af öðrum toga. Þar hefur áin grafið sig niður í tímans rás og felur fiskurinn sig í djúpum álum og dimmum hyljum. Sjávarfalla gætir í neðstu veiðistöðum Gufuár. Ekki er þó veitt í saltvatni, heldur ýta sjávarföllin ferskvatni úr vatnakerfi Hvítár uppí Gufuá. Þegar flæðir að lifna hyljirnir því við og takan getur verið grimm. Besti tíminn til veiða í Gufuá líkt og í fleiri ám í Borgarfirði er júlí. Eðlileg veiði í ánni er sennilega á bilinu 150-220 laxar á tvær stangir og mest hefur hún gefið 300 laxa. Í ánni eru merktir ríflega 50 veiðistaðir en reynsla síðustu ára sýnir að þeir eru miklu fleiri og stór hluti neðra svæðis er ókannaður með tilliti til stangveiða. Fram til þessa hefur mest verið veitt á maðk en fluguveði hefur aukist í ánni undanfarin ár.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við ána er lítið veiðihús með fjórum kojum, eldunaraðstöðu, grilli, borðbúnaði og salerni. Húsið er án rafmagns og veiðimenn þurfa að taka með sér kol, sængurfatnað tuskur og annað sem þeir telja sig þurfa. Búið er að setja niður nokkur skilti frá brúnni yfir Gufuá við Ölvaldstaði og niður eftir sem eiga að vísa mönnum veginn sé þeim fylgt. Vert er að geta þess að sjávarfalla gætir á sandinum og í allra stærstu straumum gætu menn þurft að bíða af sér háflæði í klukkustund eða svo. Veiðimenn fara þetta auðvitað á eigin ábyrgð og eru beðnir um að sýna fyllstu aðgát.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er frá Borgarnesi þangað til komið er að Ferjubakkavegi nr. 530. Tekinn er sá vegur, farið yfir Gufá við Ölvaldsstaði og malbikið ekið á enda. Beygt er til hægri þegar malbikinu sleppir og svo tekin vinstri beygja rétt áður en kemur að Ferjubakkabæjum. Sá slóði er ekinn niður að Hvítá og alveg niður á sand. Veiðihúsið er ekki litla húsið sem blasir við á vinstri hönd, heldur er haldið áfram yfir sandinn sem er grjótharður og vel fær og yfir á ásinn sem blasir við hinum megin við sandflákann. Slóðin kvíslast þarna í tvennt. Hægri slóðin er valin og veiðihúsið er fyrsta hús á hægri hönd og merkt með skilti „Veiðihús Gufuá“.+

Veiðisvæði

I. Efsta svæðið: frá þjóðvegi og aðeins upp fyrir Laxholt. Svæðið getur verið algerlega frábært til veiða, ef um nægt vatn er að ræða. Í vatnsleysi tekur því ekki að fara upp eftir.

II. Miðsvæði: frá brú á þjóðvegi og niður að veiðistað nr. 11. Getur gefið vel í góðu vatni, en er annars síðsta svæðið.

III. Neðsta svæðið: sjávarfalla gætir í neðstu 10 veiðistöðunum. Fiskurinn bíður eftir því að komast upp á efra svæðið og því getur veiðin í þessum 10 stöðum verið ævintýralega góð séu skilyrði rétt.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Stutt er í Borgarnes og um 80 km til Reykjavík

Áhugaverðir staðir

Sveitabærinn Gufuá – gufua.com

Deiltartunguhver, Víðgelmir og Surtshellir, Barnafoss og Hraunfossar, Húsafell, Glanni og Paradísarlaut

Nestisstaðir

Paradísarlaut og Húsafell

Veiðileyfi og upplýsingar

Nálgast má þau á veida.is

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Engin nýleg veiði er á Hvítá – Langholt!

Shopping Basket