Haukadalsá efri

Vesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Efri Haukadalsá er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon. Hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent og er það talið orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla en á leiðinni renna í ána ýmsir lækir sem gera hana að því vatnsfalli sem hún er. Efsti hluti árinnar fellur um gljúfur en neðar er áin lygnari og hentar sjóbleikju vel. Neðri partur árinnar, og þá sérstaklega ósinn, er talinn bestur til að næla sér í bleikju en laxavon er helst í efri hlutanum.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið Snasagil stendur á jörðinni Leikskálar (sjá veiðikort). Húsið er lítið og notalegt með svefnaðstöðu fyrir allt að 8 manns. Veiðimenn þurfa sjálfir að leggja til rúmföt eða svefnpoka. Sængur og koddar eru á staðnum, einnig eru helstu áhöld til eldamennsku. Menn leggja sjálfir til hreinlætisvörur og salernispappír.  Muna þarf að þrífa gasgrill fyrir brottför og taka allt rusl. Hægt er að fá keypt þrif í lok dvalar og eru upplýsingar um það að finna í húsinu. Við húsið er rafmagnspottur og gilda ákveðnar þrifareglur um hann sem eru sýnilegar í húsinu.

Veiðireglur

Sleppiskylda er á laxi, en enginn kvóti á bleikju

Kort og leiðarlýsingar

Frá Norðurárdalnum er tekinn afleggjari á vinstri hönd til Bröttubrekku og áleiðis til Búðardals. Beygt inn til hægri rétt áður en ekið er yfir Haukadalsá, afleggjarinn svo ekinn áleiðis meðfram Haukadalsvatni og er þá veiðihúsið á hægri hönd innar í dalnum

Veiðisvæði er um 11 km með 34 merktum veiðistöðum, allt frá Haukadalsvatni upp að Hlaupagljúfrum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 10 km / Reykjavík: 140 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 145 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Eins og stendur eru leyfi í Efri-Haukadalsá ekki í boði

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Haukadalsá efri

Engin nýleg veiði er á Haukadalsá efri!

Shopping Basket