Efri Haukadalsá er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon. Hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent og er það talið orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla en á leiðinni renna í ána ýmsir lækir sem gera hana að því vatnsfalli sem hún er. Efsti hluti árinnar fellur um gljúfur en neðar er áin lygnari og hentar sjóbleikju vel. Neðri partur árinnar, og þá sérstaklega ósinn, er talinn bestur til að næla sér í bleikju en laxavon er helst í efri hlutanum.