Hlíðarvatn í Selvogi – SVFS

Suðurland
Eigandi myndar: leyfi.is

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn

Fjöldi stanga

2 stangir

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús

Leiðsögn

ekki í boði

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Verðbil

heill dagur

5500 kr. – 5500 kr.

Tegundir

Veiðin

Híðarvatn í Selvogi hefur um árabil verið eitt af gjöfulustu sjóbleikjuvötnum landsins. Mesta dýpi þess er um 5 metrar og að flatarmáli er það rúmir 3,3 km2. Afrennsli þess er um Vogsós en vatnið sprettur upp úr hrauninu um ótal uppsprettur. Hlíðarvatn er afar gjöfult veiðivatn og þar veiðast á sumri hverju bleikjur í þúsundatali. Þar er um að ræða staðbundinn fisk sem þykir afar ljúffengur og skemmtilegur við að eiga. Flestir eru fiskarnir 0,5-1 pund en á sumri hverju veiðast fáeinir 5 punda fiskar og jafnvel stærri. Auk sjóbleikunnar hefur stöku lax veiðst í vatninu.

Stangveiðifélag Selfoss hefur verið með veiðirétt í vatninu síðan 1978. Tvær stangir eru leyfðar og eru þær seldar saman.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús félagsins var byggt 1982 og nýverið var það stækkað og endurbætt og er nú nálægt 40 m². Í húsinu er svefnpláss fyrir 8 manns og aðbúnarður allur í besta lagi. Sólarsella er á húsinu þannig að þar er ljós. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl. Lyklar að húsinu hanga við útidyrahurðina.

Veiðireglur

Lausaganga hunda við vatnið er stranglega bönnuð. Veiðibók liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt er að skrá allan afla

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórlákshöfn: 26 km, Selfoss: 52 km, Hafnarfjörður: 40 km, Reykjavík: 57 km og Akureyri: 446 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Félagar í SVFS fá úthlutað og eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is

Veiðivörður: Agnar Pétursson s: 892-5814

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hlíðarvatn í Selvogi – SVFS

Engin nýleg veiði er á Hlíðarvatn í Selvogi – SVFS!

Shopping Basket