Hólmavatn er í Hvítársíðu, og er um 2,4 km² að flatarmáli og er í 358 m hæð yfir sjó. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vatnið tilheyrir jörðunum Þorvaldsstöðum og Gilsbakka. Útfall vatnsins er til norðurs, um Skammá, en hún fellur í Lambá. Góður jepplingavegur er frá Þorvaldsstöðum að vatninu, um 7 km. Vatnssalerni er við vatnið og ágætt er að tjalda þar.