Hörgsá

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi

Veiðin

Hörgsá rennur þrjá km á flatlendi og í samnefndu gljúfri og þar eru margir flottir veiðistaðir. Þarna veiðist aðallega sjóbirtingur, og hafa veiðst fiskar yfir 20 pund, en einnig lax og bleikja. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð. Fyrri hluta sumars veiðist stöku lax og bleikja og mikið er um staðbundinn smáurriða. Akfært er með ánni að mynni Hörgsár- gljúfurs og eftir það tekur við nokkuð erfið ganga. Hörgsá er dæmigerð dragá með stórt vatnasvæði. Hún getur því vaxið hratt í rigningum og er vissara að hafa varann á. Neðra svæði Hörgsár einkennist af malareyrum og grasbökkum uns áin rennur í Breiðabalakvisl. 

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Aðrir gistimöguleikar

www.horgsland.is  13 sumarhús

Kort og leiðarlýsingar

Efra svæði: nær frá gamla brúarstæði upp að Sauðadalsfossi. Neðra svæði: nær frá brúarstæðinu að Breiðabalakvísl sem sameinast Skaftá í Vatnamótum.

Veiðileyfi og upplýsingar

www.horgsland.is

Ragnar Johansen, Hörgslandi s: 487-6655 & 894-9249, [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Laugardalsá

Eru í mokveiði í Hörgsá

Opnanir á mörgum veiðisvæðum hafa gengið afar vel. Frábær veiði hefur verið á þessum klassísku stöðum eins og Tungufljóti, Geirlandsá, Tungulæk, Eldvatni, Húseyjarkvísl og Leirá svo einhverjar séu nefndar. Hörgsá

Lesa meira »
Shopping Basket