Hvítá – Brennan

Suðvesturland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

05 júní – 05 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

59000 kr. – 139000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Veiðisvæðið Brennan er við ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Sá fiskur sem er á leið í Þverá fer þarna um. Í Brennunni hafa veiðimenn mest veitt í vatnaskilunum þar sem árnar mætast. Leyfilegt er að veiða á flugu allt tímabilið en í ágúst og september er einnig leyfilegt að veiða á spún.  Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu. Framan af sumri er laxinn aðal uppistaðan í veiðinni en þegar kemur undir lok júlí, þá fer sjóbirtingur að ganga að krafti upp í árnar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Tvö  rúmgóð veiðihús standa við Brennu. Eldra húsið var endurbyggt nýlega. Þar eru 2 svefnherbergi og baðherbergi.  Nýrra húsið er einnig með tveimur 2ja manna herbergjum, eldhúsi , setustofu og litlum borðkrók. Við húsið er heitur pottur og gott grill er á verönd. Nú fylgja uppábúin rúm fyrir veiðimenn og þrifið er eftir hvert holl. Húsgjald, kr. 35.000, er innheimt sérstaklega með hverju holli, sendur er sér reikningur.

Á sjóbirtingstíma er gist í Brennu húsum. Þá eru fjórar stangir seldar saman en leyft er að veiða á fimm. Fimmta stöngin er án endurgjalds.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Björg s: 899-1306 /  [email protected]

Kort og leiðarlýsingar

Ekinn er þjóðvegur 1 í gegn um Borgarnes og áfram norður. Við veitingaskálann Baulu (25 km. norðan við Borgarnes) er beygt til hægri og keyrt yfir brúna yfir Norðurá í ca. 2,7 km og þá er beygt útaf til hægri afleggjara sem liggur að bænum Hamraendum, keyrt framhjá bænum og áfram vegarslóða að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið er við vatnaskil Hvítár og Þverár

Veiðikort

Veiðileyfi og upplýsingar

Starir ehf  t: (+354) 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hvítá – Brennan

Engin nýleg veiði er á Hvítá – Brennan!

Shopping Basket