Kerlingardalsá er jökulá að uppruna, en til hennar fellur m.a. Vatnsá og nokkrir lækir. Fagridalur er vestan megin við ána en Höfðabrekka austan megin. Nokkur þúsund fiska ganga um svæðið og besti veiðitíminn er lok júlí fram í miðjan október. Áin verður jökullituð í miklum hlýindum og rigningu og má jafnvel sjá mun á ánni fyrir og eftir hádegi. Liturinn minkar þegar líður á sumarið og verður áin oft mjög tær frá miðjum ágúst, þó alltaf lítillega grá.