Kornsárvatn er nyrst þeirra veiðivatna sem eru á Haukagilsheiði. Það er í 430 m hæð yfir sjó og á að giska 0.23 km² að flatarmáli. Þetta er gott veiðivatn og oft hægt að gera mokveiði. Líkt og í öðrum vötnum á heiðinni er í því bleikja, mest nokkuð smá, en þokkalegir fiskar eru innanum.