Kringluvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3850 kr. – 3850 kr.

Tegundir

Veiðin

Kringluvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km² að stærð og í tæplega 270 m yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Bæði urriða og bleikju má finna í vatninu, bleikjan er mest smá en talsvert veiðist af vænum urriða, sérstaklega í dorgveiði sem er talsvert stunduð í vatninu. Besti veiðitíminn er að öllu jöfnu árdegis og síðla dags. Best er að komast að Kringluvatni frá Kísilveginum (nr. 87) milli Húsavíkur og Mývatns, eftir slóða að vatninu. Mikið grisjunarstarf hefur verið unnið í vatninu síðustu ár með góðum árangri og er bleikjan að ná sér á strik.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Ferðaþjónustan Heiðarbæ, s: 464-3903, heidarbaer.is

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og forðast að aka utan vegar. Hundahald er bannað við vatnið vegna fuglalífs.

Vinsamlegast spyrjist fyrir um aðstæður að vetri og á vorin, áður en haldið er til veiða. Slóðinn að vatninu getur verið blautur að vori til og oft er mjög þungfært yfir vetrartímann.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Veitingastaðir

Ferðaþjónustan Heiðarbæ, s: 464-3903, heidarbaer.is

Reykjahlíð, Mylla, s: 594-2000 & Gamli Bærinn, s: 464-4270, icelandairhotels.com

Áhugaverðir staðir

Goðafoss, Náttúruböðin við Mývatn, Námaskarð, Grjótagjá og Dimmuborgir.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Gufuá

Engin nýleg veiði er á Hólsá – Borgarsvæðið!

Shopping Basket