Langadalsá er innst í Ísafjarðardjúpi og fellur af Þorskafjarðarheiði í Nauteyrarós. Hún telst vera síðsumarsá að upplagi en þónokkuð er af snemmgengum tveggja ára laxi á vatnasvæðinu og hefur sá stofn farið vaxandi í kjölfar skyldusleppinga á stórlaxi sem hófust árið 2013. Áin rennur um vel gróið láglendi norður Langadal. Auk laxveiðinnar er oft góð bleikjuveiði í ánni. Meðalveiði er um 310 laxar á síðustu 15 árum. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis.
Langadalsá umsetin af eldislaxi – leigutakar kalla eftir ákæru á Arctic Fisk
„Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að þúsundir eldislaxa sluppu nýverið úr netpokum Arctic Fish í Patreksfirði. Þessir laxar synda nú upp ár landsins og hafa á annað hundrað