Langavatn á Mýrum

Vesturland
Eigandi myndar: veidi.files.wordpress.com
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Langavatn er um 5,1 km² að flatarmáli og er 36 metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er í 215 metra hæð yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni vatnsins fellur hin kunna laxveiðiá Langá til suðurs. Langavatn hefur verið notað til vatnsmiðlunar og því getur yfirborðshæð þess verið nokkuð breytileg. Helstu veiðistaðir eru austarlega í vatninu við hólma sem eru fram undan leitarmannakofa við vatnið. Góðir veiðistaðir eru einnig við útfall Langár. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar, en yfir 8 punda urriðar hafa veiðst í vatninu.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Korthafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldlaust við vatnið, en enga hreinlætisaðstöðu er þar að finna.

Veiðireglur

Handhafar Veiðikortsins skulu hafa það á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Menn eru vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum og senda með tölvupósti. Netaveiði er stunduð í vatninu en er bönnuð fyrir handhafa Veiðikortsins.

Kort og leiðarlýsingar

Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, upp með Gljúfurá. Þá er einnig fært að vatninu eftir leið upp með Langá.

Veiða má í vatninu öllu. Helstu veiðistaðir eru við hólma austarlega í vatninu og einnig við útfall Langár.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 32 km, Reykjavík:108 km, Reykjanesbær: 150 km, Akureyri: 311 km

Áhugaverðir staðir

Grábrók: 31 km, Glanni og Paradísarlaut: 29 km og Krauma: 35 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Langavatn á Mýrum

Engin nýleg veiði er á Langavatn á Mýrum!

Shopping Basket