Laxá – Múlatorfa

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

20 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

15000 kr. – 15000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laxá í Aðaldal er ekki bara mjög góð laxveiðiá, heldur geymir hún einn sterkasta urriðastofn landsins. Á hverju ári veiðast nokkur þúsund urriðar í Laxá neðan virkjunnar og veiðin á bestu svæðunum er á milli 400-800 urriðar á sumri. Meðalstærðin er á milli 2 og 3 pund og töluvert veiðist af urriðum á bilinu 4-6 pund. Frábær þurrfluguveiði er á þessum svæðum í réttu veðri, en púpuveiði með tökuvara er samt algengust. Einnig er töluvert af veiðimönnum sem kjósa helst að veiða með straumflugum á þessum svæðum. Upplagt er fyrir stóra og litla hópa að bóka nokkra daga í Aðaldalnum og prófa þessi frábæru svæði,  þar sem hægt er að fara frá einu svæði yfir á það næsta, yfir nokkra daga tímabil. 

Múlatorfa er svæði á vesturbakka Laxár í Aðaldal og tekur við þar sem svæðið Staðartorfa endar við Kálfalæk. Mjög fjölbreytt, með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært í þurrfluguveiði þegar veður leyfir.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Þinghúsið s: 464-3695, facebook.com/thinghusid

Gistiheimilið Brekka, s: 899-4218, guesthousebrekka.com

Veiðireglur

Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi

Kort og leiðarlýsingar

Efri veiðimörk veiðisvæðisins eru talsvert ofan við Fagrafit þar sem Kálfalækur rennur í Laxá, en þau neðri nokkru fyrir neðan Hafursey og eyjunnar Flatur

Staðartorfa & Múlatorfa: Kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 35 km, Akureyri: 55 km um Vaðlaheiðagöng, Reykjavík: 443 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 57 um Vaðlaheiðargöng

Veitingastaðir

Dalakofinn: 464-3344, dalakofinn.is

Heiðarbær: 464-3903, heidarbaer.is/

Áhugaverðir staðir

Mývatn og nágrenni: 36 km, Goðafoss: 23 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Engin nýleg veiði er á Hvítá – Langholt!

Shopping Basket