Mjóavatn

Austurland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 31 júlí

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Mjóavatn er í Hróarstungu stutt frá bæjunum Lindarhóli og Brekku. Það er í 90 m hæð yfir sjávarmáli og er áætlað 0.18 km² að flatarmáli. Mjóavatn er í landi Kirkjubæjar og Lindarhóls og í því er aðallega urriði en einnig bleikja. Getur bleikjan í vatninu verið nokkuð væn; 3 – 5 punda fiskar hafa náðst í net. Urriðin er minni eða mest um 2 pund. Stangaveiði er ekki mikið stunduð í Mjóavatni, einna helst á vorin áður en gróðurinn í vatninu nær sér á strik. Mest veiðist á spún og beitu en þó eru til menn sem hafa komist upp á lag með að nota flugu. Frá Mjóavatni rennur lækur í Brekkulæk sem fellur til Búðarvatns sem er þarna skammt frá. Í Búðarvatni, sem er öllu stærra en Mjóavatn, er ekki veiði. 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Veiðileyfi og upplýsingar

Baldur Grétarsson, Kirkjubæ s: 471-3131 & Margrét Árnadóttir, Hallfreðarstöðum s: 471-3001

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Mjóavatn

Engin nýleg veiði er á Mjóavatn!

Shopping Basket