Norðlingafljót á upptök norðan Langjökuls og rennur þaðan um 70 km til vesturs í Hvítá. Mikil náttúrufegurð er við fljótið og telja margir veiðimenn það vera eina fegurstu veiðiá landsins. Umhverfið er margbreytilegt og veiðistaðir mjög fjölbreyttir. Fljótið rennur um hina rómuðu Arnarvatnsheiði sem er án efa eitt allra gjöfulasta silungasvæði landsins. Fjölmargir lækir renna til fljótsins úr vötnum heiðarinnar. Í fljótinu er bæði urriði og bleikja og er meðalstærð í hærri kantinum. Stærsti fiskur sem vitað er til að veiðst hafi í fljótinu var fimm og hálft kíló. Algeng stærð á urriða eru tvö til sex pund og bleikjan er oft á bilinu tvö til fjögur pund.
„Eins og sumarbúðir fyrir fullorðna“
Silungasafarí á hálendi Íslands um mitt sumar hljómar spennandi. Ólafur Tómas Guðbjartsson sem vinnur undir merkjum Dagbók urriða hefur sett saman slíkar ferðir og njóta þær mikilla vinsælda. Ljósmynd/Norðlingafljót DU