Norðlingafljót

Suðvesturland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðiskáli
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

24900 kr. – 24900 kr.

Tegundir

Veiðin

Norðlingafljót á upptök norðan Langjökuls og rennur þaðan um 70 km til vesturs í Hvítá. Mikil náttúrufegurð er við fljótið og telja margir veiðimenn það vera eina fegurstu veiðiá landsins. Umhverfið er margbreytilegt og veiðistaðir mjög fjölbreyttir. Fljótið rennur um hina rómuðu Arnarvatnsheiði sem er án efa eitt allra gjöfulasta silungasvæði landsins. Fjölmargir lækir renna til fljótsins úr vötnum heiðarinnar. Í fljótinu er bæði urriði og bleikja og er meðalstærð í hærri kantinum. Stærsti fiskur sem vitað er til að veiðst hafi í fljótinu var fimm og hálft kíló. Algeng stærð á urriða eru tvö til sex pund og bleikjan er oft á bilinu tvö til fjögur pund.

Gisting & aðstaða

Veiðiskáli

Hægt er að fá svefnpokapláss í Álftakróki sem er skáli á bökkum fljótsins. Þar er rennandi vatn og salerni. Í skálanum er eldhús með gasi og er allur helsti borðbúnaður til staðar ásamt gasgrilli. Til að panta gistingu í Álftarkrók skal hafa samband við Kristrúnu s: 862 7957

Veiðireglur

  • Skráið afla í veiðibókina áður en haldið er heim. Veiðibókin er staðsett í póstkassa við brúna

  • Akið ekki utan vega

  • Veiðifélagið ber ekki ábyrgð v/tjóns sem búsmali veldur á ökutækjum

  • Meðferð skotvopna er bönnuð við ána

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá upptökum fljótsins niður að Bjarnafossi

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 75 km og Reykjavík: 150 km

Áhugaverðir staðir

Surtshellir og Víðgelmir, Húsafell, Arnarvatnsheiði, Barnafoss og Hraunfossar

Nestisstaðir

Húsafell

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Hallá

„Eins og sumarbúðir fyrir fullorðna“

Silungasafarí á hálendi Íslands um mitt sumar hljómar spennandi. Ólafur Tómas Guðbjartsson sem vinnur undir merkjum Dagbók urriða hefur sett saman slíkar ferðir og njóta þær mikilla vinsælda. Ljósmynd/Norðlingafljót DU

Lesa meira »

Norðlingafljót urriði

Norðlingafljót opnaði í gær með látum. Margir flottir fiskar komu á land í rokinu en menn létu það ekki á sig fá og mok fiskuðu. Það má seigja að þetta hafi

Lesa meira »
Shopping Basket