Kvíslavatn nyrðra er á Arnarvatnsheiði, 4 km norðvestur frá Úlfsvatni. Það er 2,6 km², grunnt og í 429 m hæð yfir sjó. Urðhæðarvatnslækur kemur í það að austan og úr því rennur Kvíslavatnskvísl um Skjaldartjörn og Skjaldartjarnarkvísl til Kjarrár. Þetta er ágætt veiðivatn með allvænum silungi, bæði bleikju og urriða. Sannanir eru fyrir því að lax sem gengur í Kjarrá komist í vatnið, en veiðst hafa nokkrir hoplaxar í því. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km
Festa og fleira fjör á heiðinni
„Já við fórum félagarnir í Kvíslavatn nyrðra um síðustu helgi og veiddum bara sæmilega,“ sagði Kári Jónsson í samtali en hann var á Arnarvatnsheiði við veiðar eins og þeir félagar