Rangá á Kinn

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 10 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði

Tegundir

Veiðin

Rangá á upptök sín í fjölmörgum smálækjum í austanverðum Kinnarfjöllum. Hún rennur samsíða þjóðveginum og fellur í Skjálfandafljót. Það eru ekki margir sem hafa stundað þessa á, en þó er Ingvar Karl Þorsteinsson, stangaveiðimaður frá Akureyri, þar nokkuð kunnugur. Hann segir “efri hluta árinnar vera paradís og oft sé þar mikið af fiski eftir 15. júlí”. Rangá sé þó mjög viðkvæm og til marks um þá segist Ingvar “aldrei hafa séð fiska í ánni, aðeins fengið þá með því að veiða langt frá sér”. Áin hlykkjast í bugðum niður eftir dalnum og í flestum beygjum verða til fallegir smá hyljir þar sem fiskurinn liggur undir bökkum. Hægt er að fá fínustu veiði með því að fara varlega; fiska alveg upp í 3 pund. 

Veiðileyfi og upplýsingar

Fjöldi jarða á land að Rangá og vísast fyrir menn að hafa samband við ábúendur hafi þeir hug á að reyna fyrir sér.

Hnjúkur, Hrafnsstaðir, Arnþórsgerði, Torfunes og Ófegsstaðir

 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Rangá á Kinn

Engin nýleg veiði er á Rangá á Kinn!

Shopping Basket