Raufarhafnarvötn eru tvö talsins og eru staðsett á Melrakkasléttu mitt á milli Skálavatna og Ólafsvatns. Þau liggja í 30 m hæð yfir sjó og er nyrðra vatnið 0.34 km² að flatarmáli, en hið syðra 0.40 km². Umhverfi vatnanna er aðallega mýrlendi og lágir ásar og á milli þeirra rennur lítill lækur. Í vötnunum er bleikja og urriði sem veiðist þokkalega á stöng. Urriðinn getur orðið býsna vænn. Erfitt aðgengi veldur því þó að aðeins einstaka menn leggja leið sína að vötnunum með stangveiði í huga. Þangað er um tveggja tíma gangur frá Raufarhöfn og um klukkutíma gangur sé farið frá slóðanum um Mjóavatnsása að Skálavatni.