Svartá í Bárðardal

Norðausturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

9 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

12000 kr. – 24000 kr.

Tegundir

Veiðin

Svartá í Bárðardal á upptök sín í Svartárvatni annarsvegar og hinsvegar í lindum í Suðurárbotnum við Ódáðahraun. Hún rennur um 8 km leið uns hún sameinast Suðurá, sem er lindá, talsvert kaldari og að auki mun vatnsmeiri. Frá ármótum Svartár og Suðurár eru tæpir 10 km niður að mótum við Skjálfandafljót. Svartá er einstaklega frjósöm, með fjölbreyttu lífríki. Umhverfið er einstakt, þar sem hún rennur í og við hraunjaðar, og veiðistaðir afar fallegir og fjölbreytilegir. Margir nefna að hún sé eins og litla systir Laxár í Mývatnssveit en afskekktari og friðsælli. Staðbundinn urriði er uppistaðan í veiði Svartár, þó fá megi stöku bleikjur neðan til í ánni. Á Svartárkotssvæðinu er megnið af fiskinum rúmir 50 cm en í neðri partinum er breytileikinn í stærð meiri. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Svartárkot: Veiðihús fylgir, í því eru 3 herbergi og svefnsófi. Salerni með sturtu, eldhús með búnaði, setustofa og verönd með grilli

Víðiker og Bjarnastaðir:  Veiðihús fylgir ekki en hægt að fá gistingu í Stórutungu og Kiðagili

Veiðireglur

Hærra stangarverðinu (24.000 kr) fylgir veiðihús og gisting í eina nótt, ef veitt er í landi Svartárkots

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er allt um 20 km, Svartárkot heitir ofan ármóta við Suðurá en Víðiker og Bjarnarstaðir neðan ármóta

Svartárkot: 3 stangir seldar saman en hægt að bæta þeirri fjórðu við.  Svæðið nær frá Svartárvatni og að ármótum við Suðurá.

Víðiker:  4 stangir, seldar tvær og tvær saman og hægt að bæta þeirri fimmtu við. Svæðið nær frá ármótum við Suðurá og að ármótum Grjótár, en þaðan og að ármótum við Skjálfandafljót er aðeins um vesturbakkann að ræða. Efra svæðið er ofan brúar að Stóru Tungu en neðra svæðið neðan hennar.

Bjarnastaðir:  2 stangir seldar saman. Svæðið er austurbakki Svartár frá ármótum við Grjótá og niður að ármótum við Skjálfandafljót.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 78 km um Vaðlaheiðargöng

Reykjavík: 465 km um Vaðlaheiðargön

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 78 km

Áhugaverðir staðir

Goðafoss, keyrt er fram hjá honum á leið upp Bárðardal

Aldeyjarfoss: um 40 km ef farið er að honum vestan megin

Veiðileyfi og upplýsingar

Svartárkot, Elín Baldvinsdóttir s: 464-3267 / Víðiker, Páll Kjartansson  s: 464-3282  / Bjarnastaðir, Ólafur Ólafsson s: 464-3218.

veiditorg.is

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Svartá í Bárðardal

Engin nýleg veiði er á Svartá í Bárðardal!

Shopping Basket