Þiðriksvallavatn er í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu. Það er 1,45 km² að flatarmáli, dýpst 47 m og í 73 m hæð yfir sjó. Vestan þess er Þiðriksvalladalur, vel gróinn og búsældarlegur. Við enda vatnsins í dalnum standa eyðibýlin Þiðriksvellir og Vatnshorn. Þverá rennur úr vatninu til Steingrímsfjarðar og er hún virkjuð. Afleggjari að vatninu er frá þjóðvegi 61 nokkra kílómetra fyrir sunnan Hólmavík. Umhverfið er mikið gróið og þykir fagurt. Í vatninu er þokkaleg bleikja og býsna vænn urriði, mikið af fiski. Það er í eigu Hólmavíkurhrepps.