Tunga – Bár

Suðurland
Eigandi myndar: leyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

3 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

11000 kr. – 11000 kr.

Tegundir

Veiðin

Tunga – Bár er skammt austan við Selfoss. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að hans verður vart í ósnum. Einnig fást venjulega nokkrir laxar á hverju sumri. Fluguveiði er vaxandi á þessu svæði sem annarsstaðar í læknum á kostnað maðksins sem þó gefur oft góðan afla. Ekkert veiðihús er á svæðinu.

Veiðireglur

Hirða má þrjá fiska á stöng á dag, en skal öllum fiski yfir 65 cm sleppt. Öllum sjóbirtingi ber að sleppa eftir 10. október. Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman.

Veiðibók: Má finna við brúnna hjá Hæringsstöðum og önnur er í póstkassa við hliðið að veiðihúsinu í Baugstaðaós. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 11 km langt og nær frá gömlu brúnni við Bár, skammt austan Selfoss, að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar.

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Svæðið er skammt austan Selfoss og í um 70 km fjarðlægð frá Reykjavík

Veiðileyfi og upplýsingar

Félagar í SVFS fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Tunga – Bár

Engin nýleg veiði er á Tunga – Bár!

Shopping Basket