Urriðafoss í Þjórsá er ein af þekktum náttúruperlum Íslands en um hann fer gífurlegt magn af laxi, aðallega í júní. Þjórsá geymir einna stærsta, villta laxastofn landsins og er stangveiði í Urriðafossi oft eins og ævintýri. Stangveiði í fossinum hófst ekki fyrr en árið 2017 en hann hefur þó strax skipað sér á lista yfir bestu laxveiðisvæði landsins.
Urriðafoss B er efsti hluti jarðarinnar Urriðafoss sem nær upp að efri brú. Bestu veiðistaðir eru Hestvík, Grjótin, Kláfur og Sandholt sem fylgir B-svæði frá opnun til 14. júlí en frá 15. júlí fylgir það aðalsvæði Urriðafoss.