Urriðavatn í Fellum

Austurland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

500 kr. – 500 kr.

Tegundir

Veiðin

Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða og er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn og þaðan er útfall Urriðavatnslækjar. Veiða má í öllu vatninu en helst er veitt í Hafralækjarósi og hjá útrennsli Urriðavatnslækjar en einnig við hitaveitutankana. Í vatninu er eingöngu bleikja sem er frá nokkur hundruð grömmum upp í 3 pund. Mest er um eins punds bleikjur. Besti veiðitíminn er fyrst á vorin, rétt eftir að ísa leysir, og virðist veiðast mest í stillu. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Skipalækur s: 471-1324, www.skipalaekur.is

visitegilsstadir.is

east.is

 

Tjaldstæði

Skipalækur s: 471-1324, er skammt frá Lagarfjóti. Ekki er heimilt að tjalda við vatnið

Veiðireglur

Menn eru vinsamlega beðnir um að skilja ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar. Veiðikortshafar þurfa að skrá sig á bænum Urriðavatni og sýna nauðsynleg skilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 6 km, Húsavík: 214 km, Höfn: 234 km, Akureyri: 243 km og Reykjavík: 631 km.

Áhugaverðir staðir

Vök náttúrulaugar eru við vatnið, s: 470-9500, vok-baths.is

Hallormsstaðaskógur, skogur.is

Skriðuklaustur, s: 471-2990, skriduklaustur.is

Snæfellsstofa, s: 470-0840, vatnajokulsthjodgardur.is

Óbyggðasetrið, s: 440-8822

Veiðileyfi og upplýsingar

Urriðavatn er hluti af Veiðikortinu

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni s: 471-2060 selur dagsleyfi

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Urriðavatn í Fellum

Fyrsti fiskurinn á land

Hann Alexander Óli var í skýjunum með fyrsta fiskinn sinn, fékk hjálp frá pabba að þræða orminn á öngulinn. Fiskurinn veiddist í Urriðavatni í Fljótsdalshéraði í sól og blíðu. „Þetta

Lesa meira »
Shopping Basket