Vatnsdalsá

Norðvesturland
Eigandi myndar: Gunnar Bender
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Vatnsdalsá er dragá, 74 km löng frá upptökum, sem gerir hana að 16. lengstu á landsins. Upptökin eru upp á Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og rennur hún svo niður í Vatnsdal. Fjölmargir lækir og ár renna í Vatnsdalsánna og gera hana að því vatnsfalli sem hún er.

Stangveiðar hófust í Vatnsdalsánni 1936 og hefur hún í gegnum tíðina sannað sig sem ein af bestu og þekktustu laxveiðiám landsins. Hún er fræg fyrir stórlaxa og oftar en ekki þá koma stærstu laxar ársins upp úr Vatnsdalsánni. Laxasvæði árinnar, sem spannar um 20 km vegalengd, er skipt upp í 3 svæði. Það er því nóg rými fyrir veiðimenn að athafna sig á 40 merktum veiðistöðum Vatnsdalsár. Veiðileyfi eru seld í hollum, 2 – 3 daga í senn. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 770 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Flóðvangur er veiðihúsið fyrir laxveiðisvæði Vatnsdalsár, en það er staðsett vestan megin við Flóðið svokallaða og mega veiðimenn búast við að gista þar undir góðu yfirlæti, enda aðstaða eins og best verður á kosið. Tvo rúm í hverju herbergi, og öll herbergi með sér baðherbergi með sturtu. Heitur pottur er fyrir utan, glæsileg setustofa, og notalegur borðsalur þar sem framreiddur er morgun-, hádegis-, og kvöldverður.

Kort og leiðarlýsingar

Vatnsdalsá er skipt upp í 5 veiðisvæði, og eins og fyrr segir eru um 40 merktir veiðistaðir í ánni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 24 km / Akureyri: 168 km / Reykjavík: 230 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvíkurflugvöllur: 232 / Akureyrarflugvöllur: 178 km

Áhugaverðir staðir

Hvítserkur, Kolugil í Víðidal, Vatnsdalshólar og Þórdísarlund

Veiðileyfi og upplýsingar

Björn K Rúnarsson gsm: 820-0446, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vatnsdalsá

Flottir fiskar úr Vatnsdalsá

María Júlía með fisk úr Hópinu. Mynd Reynir. „Við feðgin ákváðum að taka bíltúr í Húnavatnssýsluna og renna fyrir fisk í Hópinu fyrir fáeinum dögum,“ sagði Reynir Örn Þrastarson og

Lesa meira »

Haugurinn með þann stærsta í Vatnsdal

Stærsti laxinn til þessa í Vatnsdalsá í sumar, veiddist í Hnausastreng í gær. Það var rithöfundurinn, fluguhönnuðurinn og leiðsögumaðurinn Sigurður Héðinn sem setti í og landaði þessum tröllslega hæng. Ljósmynd/HH

Lesa meira »

Loksins hundraðkall í Húnavatnssýslum

Einn lax hefur veiðst í Húnavatnssýslum fram til þessa sem hefur náð þeirri eftirsóknarverðu mælingu, hundrað sentímetrar. Hann veiddist í Blöndu 9. júlí. Þetta er afar óvenjuleg staða fyrir þetta

Lesa meira »
Shopping Basket