Vestara-Friðmundarvatn er á Auðkúluheiði í 440 m hæð yfir sjávarmáli og er flatarmál þess 5.1 km². Það er frekar grunnt vatn, mesta dýpi ekki nema rúmir 2 metrar. Mikill og góður fiskur er í vatninu, bleikja sem getur orðið allt að fjögur pund. Stangaveiðin er best fyrri part sumars, en svo dregur úr veiðinni í kjölfar þess að mikill gróður myndast í vatninu. Þá er einna helst að fá bleikjuna til að taka flugu nálægt yfirborðinu.