Víðidalsá & Fitjá

Norðvesturland
Eigandi myndar: Starir
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Víðidalsá rennur af Húnvetnsku heiðunum niður Víðidalinn og fellur í hið mikla stöðuvatn, Hópið, og gegnum það til sjávar um Bjargós, vestan Þingeyrasands. Heildarlengd frá upptökum í sjó er talin 67 km. Um það bil 7 km. frá ós ánnar í Hópið fellur Dalsá í hana frá austri. Þar er hinn þekkti veiðistaður Dalsárós. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Hún er veigamesta þveráin með yfir 280 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er áin upp í Kolugil, sem er um það bil 25 km. frá ósnum í Hópið. Eftir nokkra laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð. Víðidalsáin er þekkt fyrir væna laxa og er meðalþyngd þar óvenju há, eða um 4 kíló. Árlega veiðast þar laxar yfir 10 kíló að þyngd. Þá er einnig mjög góð sjóbleikjuveiði í Víðidalsánni. Veitt er í tveggja til þriggja daga hollum í Víðidalsá. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 1050 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við Víðidalsá dvelja veiðimenn í nýuppgerðu lúxushúsi. Í því eru góð setustofa, borðstofa og verönd þar sem veiðmenn geta slappað af í nuddpotti eða gufubaði eftir góðan veiðidag. Í húsinu eru 14 tveggja manna herbergi, hvert með baðherbergi og sturtu. Boðið er upp á úrvals málsverði, þriggja rétta, eldaða af þekktum verlaunakokkum.

Kort og leiðarlýsingar

Víðidalsá er laxgeng að Kolugili. Samtals eru um 100 merktir veiðistaðir í báðum ánum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 24 km / Blönduós: 36 km / Reykjavík: 209 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 209 km / Akureyrarflugvöllur: 183 km

Áhugaverðir staðir

Hvítserkur & Kolugil

Veiðileyfi og upplýsingar

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Laxabakki ehf, Jóhann H. Rafnsson s: 864-5663, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Víðidalsá & Fitjá

Veiðiréttur í Víðidalsá boðinn út

Veiðifélag Víðidalsár í Húnaþingi hefur ákveðið að bjóða út veiðirétt í Víðidalsá, Fitjaá og Hópinu frá og með árinu 2024. Samningur við núverandi leigutaka rennur út eftir næsta sumar og

Lesa meira »

Aftur gaf Fitjá hundraðkall

Það gerist ekki á hverju ári að Fitjá, hliðará Víðidalsár gefi laxa í yfirstærð. En það er í takt við allt annað þetta undarlega sumar að tveir slíkir hafa nú

Lesa meira »

Loksins hundraðkall úr Víðidal

Stórlaxaáin Víðidalsá hefur ekki enn gefið hundraðkall í sumar. Sett hefur verið í nokkra slíka en það er nánast ómögulegt að landa þeim. En hliðaráin gaf einn slíkan í gær.

Lesa meira »

Kampavín og kavíar í Víðidalsá

Öflugt kvennaholl er að störfum í Víðidalsá þessa dagana. Þarna er á ferðinni félagsskapurinn Kampavín og kavíar. Sextán veiðikonur fylla hollið og hafa verið í ágætisveiði. Harpa Hlín Þórðardóttir leiðir

Lesa meira »
Shopping Basket