Vífilsstaðavatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Vífilsstaðavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins. Það er í 38 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km²að flatarmáli. Það má með sanni segja að Vífilsstaðavatn henti mjög vel byrjendum og er tilvalið til að æfa fluguköst. Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja.  Mest er um smábleikju en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Best veiðist á vorin, í maí og júní. Fiskurinn úr vatninu er sagður mjög góður matfiskur. 

Veiðireglur

Vífilsstaðavatn er í eigu Garðabæjar og var friðlýst þann 2. nóvember 2007 sem friðland. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins. Hundar skulu vera í bandi í friðlandinu og notkun báta, beljubáta og kayjaka er óheimil. Algjört hundabann er í friðlandi Vífilsstaðavatns frá 15. apríl til 1. júlí. Sýna þarf Veiðikortið og persónuskilríki þegar veiðivörður vitjar veiðimanna.

BANNAÐ ER AÐ VEIÐA Á MERKTU SVÆÐI NORÐANMEGIN Í VATNINU vegna verndunar Flórgoðans.

Ekkert veiðihús er við vatnið og ekki er heimilt að tjalda við vatnið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er allt vatnið, nema ákveðið svæði norðanmegin í vatninu vegna verdunar Flórgoðans (sjá kort að neðan)

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hafnafjörður: 7 km, Reykjavík: 10 km, Keflavík: 42 km og Akureyri: 388 km

Veiðileyfi og upplýsingar

 Vatnið er hluti af  Veidikortinu

Dagstöng er á 1000 kr og eru leyfi seld í golfskála G.K.G. við Vífilsstaðaveg

Veiðivörður:  Linda Björk Jóhannsdóttir, GSM: 820-8574

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vífilsstaðavatn

Flottar bleikjur úr Vífilstaðavatni

„Kíkti aðeins í Vífilsstaðavatn í dag (annan í páskum) og fékk tvær fínar bleikjur og einn lítinn urriða, var þarna í nokkra tíma,” sagði Ásgeir Ólafsson í samtali við Veiðar.

Lesa meira »
Shopping Basket