Ytra-Lón

Norðausturland
Eigandi myndar: Ytra-Lón farfuglaheimili
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Veiðin

Ytra-Lón er 0,7 km² að stærð, í 4 – 5 m hæð yfir sjó. Útrennsli hefur það um kíl til Lónsár og liggur vatnið stuttu norðan hennar, u.þ.b 1 km frá sjó. Í vatninu er bæði staðbundinn urriði og sjóbirtingur og veiði oft góð. Ytra Lón hefur að geyma gríðarlegt magn urriða yfirleitt í kringum 1.5 til 2 pund og til eru fiskar allt að 6 pund. Lítill lækur rennur úr Ytra Lóni yfir í Lónsá sem gerir urriðunum kleift að ganga uppí Lónsá. Bleikja er afar sjaldgæf. Að vatninu er best að komast eftir þjóðvegi nr. 869 frá Þórshöfn. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Gistiheimilið Ytra-Lóni, s: 846-6448 & 853-8010, [email protected]ytralon.is

Veiðireglur

Ef stór fiskur drepst að lokinni viðureign ber að tilkynna það leigutaka eða veiðiverði strax áður en haldið er áfram að veiða. Enginn kvóti er á fiski undir 45 cm en sleppa skal öllum fiski yfir 45 cm undantekningarlaust.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu lóninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 14 km, Húsavík: 172 km, Egilsstaðir: 211 km, Akureyri: 247 km og Reykjavík: 635 km

Áhugaverðir staðir

Súlubyggðin á Stórakarli, Skálar og Fontur (ysti tangi á Langanesi)

Veiðileyfi og upplýsingar

ytralon.is

Gistiheimilið Ytra Lóni s: 846-6448 & 853-8010, [email protected] (Veiðileyfi fylgja frítt með gistingu).

Einnig á fluguveidi.is

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Ytra-Lón

Engin nýleg veiði er á Ytra-Lón!

Shopping Basket