Urriðafoss í Þjórsá

Suðurland
Eigandi myndar: ioveidileyfi
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

35000 kr. – 85000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Urriðafoss í Þjórsá er ein af þekktum náttúruperlum Íslands en um fossinn fer gífurlegt magn af laxi, aðallega í júní. Þjórsá geymir einn stærsta, villta laxastofn landsins og er stangveiði í Urriðafossi oft eins og ævintýri. Stangveiði í fossinum hófst ekki fyrr en árið 2017 en hann hefur þó strax skipað sér í fremstu röð meðal bestu laxveiðisvæða landsins. Veiðin 2020 var 990 laxar og sumarið 2021 komu 823 laxar á land.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Fyrir þá sem vilja koma kvöldinu áður og gista er boðið upp á góða gistingu við bæinn Urriðafoss. Frekari upplýsingar um gistingu er gefnar á netfanginu:  [email protected]

Hér má sjá myndir og skoða gistinguna sem er í boði

Aðrir gistimöguleikar

Menn hafa aðgang að litlu sumarhúsi þar sem hægt er að snæða nesti, komast á klósett og nota grill. Sumarhúsið er á hægri hönd áður en komið er að bænum Urriðafossi og er fyrsta húsið sem komið er að þegar beygt er inn á afleggjarann að bænum.

Veiðireglur

Veiðitilhögun frá 24. – 31. maí: Veitt er á 3 stangir og B-svæði fylgir. Eingöngu veitt á flugu og öllu sleppt. Mjög spennandi kostur en mjög fáir veiðimenn á Íslandi hafa veitt lax í maí.  Þeir sem hafa áhuga á að veiða í maí, vinsamlega sendi tölvupóst (info­@icelandoutfitters.com) en viðkomandi pantanir verða afgreiddar ef samþykki fæst frá Veiðifélagi Þjórsár.

Mælt er með því að menn hlífi stórlaxi. Þegar kvóta er náð er skylda að hætta að veiða og hvorki má veiða á maðk eða flugu. Því er mönnum ráðlagt að sleppa ósárum fiskum, ætli þeir ekki að klára kvótann of snemma.

Veiðibók er í kassa við bílastæðið, vinsamlegast skráið allan afla!

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn fara varlega.   Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk hvorki vaði né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðikort 

Veiðisvæðið nær frá veiðistöðunum Gljúfur og niður fyrir veiðistaðina Vaður.

Veitt er á 4 stangir á veiðisvæðinu og eru aðalveiðistaðirnir Lækjalátur og Hulda.  Efra svæðið er Lækjalátur og Lækjarbreiða og neðra svæðið eru Hulda og niður fyrir Vað.  Frá og með 15. júlí fylgir veiðistaðurinn Sandholt.  2 stangir veiða efra og 2 neðra. Veiðisvæðaskipting er alfarið á ábyrgð veiðimanna en mælt er með að fólk hittist kl. 06:45 á bílastæðinu við Urriðafoss og kasti upp á hvor byrjar hvar og hafi 1,5 tíma skiptingu.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hella: 20 km, Selfoss: 19 km, Reykjavík: 77 km, Reykjanesbær: 115 og Akureyri: 446 km

Veitingastaðir

Selfoss: 19 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Urriðafoss

IO veiðileyfi, s: 466-2680, info­@icelandoutfitters.com

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Urriðafoss í Þjórsá

Veiðilgeði í Urriðafossi 722 laxar á land

„Verslunarmannahelgin hefur staðið fyrir sínu að þessu sinni þar sem veðurblíðan lék við þessa veiðimenn sem fóru í Urriðarfoss í gær,“ sagði Anton   Guðmundsson og bætti við; „þessir kappar nutu hverrar

Lesa meira »

Fyrsti lax sumarsins úr Þjórsá

Laxveiðitíma­bilið hófst í morgun klukkan átta og fyrsti laxinn kom fljótlega á land að þessu sinni í Þjórsá, nánar tiltekið við Urriðafoss. Hinn snalli veiðimaður Stefán Sigurðsson var þar á

Lesa meira »
Shopping Basket