Norðurá – Flóðatangi

Suðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Um Flóðatanga svæðið gengur allur sá lax sem ætlar sér ofar í Norðurá og því sannarlega von að ná þar í lax. Á svæðinu er einnig nokkuð af staðbundnum silungi, urriða og bleikju. Veiðileyfi hafa verið ódýr á Flóðatangasvæðinu og eru svo enn. Þar eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur, Hlöðutúnskvísl og Ármót en svæðið býður upp á marga veiðistaði. Veiðimörk eru vel merkt og er brýnt að virða þau.

Árið 2020 var gerð breyting á fyrirkomulagi á sölu veiðileyfa. Stéttarfélagið Efling tók við leigu á svæðinu á móti Einari Sigfússyni fyrir veiðifélag Norðurár. Þjónustumiðstöð Eflingar, Svignaskarði í Borgarfirði, mun sjá um að selja veiðileyfi.

Veiðireglur

Hirða má 2 smálaxa á hverja stöng daglega. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt. Enginn kvóti er á silungi

Þegar fólk heldur til veiða ber að koma við í þjónustumiðstöð þess félags sem selt hefur veiðileyfin til að taka björgunarvesti. Þar er einnig svokallaður veiðivísir sem gefur frekari upplýsingar. Að veiðiferð lokinni er vestunum skilað og afli dagsins skráður í veiðibók. Brýnt er fyrir veiðimönnum að nota björgunarvestin við veiðarnar og aka alls ekki utan slóða.

Kort og leiðarlýsingar

Ef komið er að sunnan, eftir þjóðvegi nr. 1 er beygt til hægri við söluskálann Bauluna, inn á veg nr. 50. Allir slóðar eru merktir með stórum skiltum og niðri við ána sjálfa eru síðan minni skilti við hvern veiðistað.

Veiðisvæðið nær frá Klapparhyl (21) fyrir neðan Munaðarnesbæinn og niður að Ármótum (1) við Hvítá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 20 km / Reykjavík 90 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvíkurflugvöllur: 95 km

Áhugaverðir staðir

Deiltartunguhver, Húsfell, Víðgelmir og Surtshellir, Barnafoss og Hraunfossar, Glanni og Paradísarlaut, Eldborg

Nestisstaðir

Húsafell, Paradísarlaut, Eldborg

Veiðileyfi og upplýsingar

Svignaskarð s: 893-1767

Uppl. Stéttarfélagið Efling s: 510-7500

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Norðurá – Flóðatangi

Engin nýleg veiði er á Norðurá – Flóðatangi!

Shopping Basket