Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá. Hún skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit og liðast ein um 20 km leið til sjávar. Svæðið nær frá Katlafossi niður að sjó en þar er að finna veiðistaðina Neðri- og Efri Brúarstrengi og sjást þeir vel þegar ekið er yfir þjóðvegsbrúna við ós árinnar. Afar fjölbreyttir veiðistaðir eru í ánni og skiptast á fallegar breiður og stríðari strengir. Meðalveiði í ánni árin 2008-2017 var 287 laxar.
Villi naglbítur aldrei farið fisklaus úr Fáskrúð
Það er aðeins farið að hausta en veiðimenn eru ennþá á fullu, fiskurinn er fyrir hendi en hann er víða orðinn tregur. Spáin næstu daga er ágæt og um að