Fáskrúð

Vesturland
Eigandi myndar: faskrud.is/gallery
Calendar

Veiðitímabil

30 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 90000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá. Hún skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit og liðast ein um 20 km leið til sjávar.  Svæðið nær frá Katlafossi niður að sjó en þar er að finna veiðistaðina Neðri- og Efri Brúarstrengi og sjást þeir vel þegar ekið er yfir þjóðvegsbrúna við ós árinnar. Afar fjölbreyttir veiðistaðir eru í ánni og skiptast á fallegar breiður og stríðari strengir. Meðalveiði í ánni árin 2008-2017 var 287 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið við ána er í landi Ljárskóga. Þar er aðbúnaður allur hin besti og gistiaðstaða fyrir allt að 6 einstaklinga. Veiðileyfinu fylgir uppábúið rúm og þrif eftir hvert holl. Veiðimenn skulu ganga vel um veiðihúsið og ef húsið er óeðlilega óhreint eftir þeirra dvöl bera þeir kostnað af þrifum. Menn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en á brottfarardag skulu þeir rýma húsið klst. eftir að veiðitíma líkur. Ef upp koma vandamál hafið samband við umsjónarmenn svæðisins. Reykingar eru bannaðar í húsinu.

Veiðireglur

Rúmlega þriðjung veiðisumarsins er veitt á 3 stangir í Fáskrúð annars á 2 stangir. Skylt er að sleppa laxi yfir 69 cm lengd.

Kort og leiðarlýsingar

Þjóðvegur (1) í gegnum Borgarnes. Ekinn er Vestfjarðarvegur (60) yfir Bröttubrekku í gegnum Búðardal. Stuttu síðar er komið að afleggjaranum að Fáskrúð á hægri hönd, merkt Ljárskógar.

Veiðisvæðið er um 12-14 km langt og hefur 36 merkta veiðistaði. Það nær frá Katlafossi niður að þjóðvegsbrú

Veiðistaðalýsing og kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: um 12 km / Reykjavík:151 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 156 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Fáskrúð veiðileyfasala

Umsjónarmaður: Arnór Björnsson, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fáskrúð

Shopping Basket