Laugardalsá

Vestfirðir
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

59000 kr. – 110000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

 Laugardalsá er í Ísafjarðardjúpi og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Hún var fyrrum fisklaus, en árið 1969 var gerður fiskvegur og með tilkomu hans varð áin gríðarlega góð laxveiðiá. Hún er nú talin ein sú allra besta á Vestfjörðum með meðalveiði uppá nærri 300 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2ja ára laxi. Þónokkuð er af urriða í bæði vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka. Áin hentar vel smærri hópum, sem vilja vera útaf fyrir sig. Stangirnar eru alltaf seldar saman, og eru einungis 2 stangir notaðar í upphafi og lok veiðitímabilsins. Veitt er í 2-3 daga í senn, frá hádegi – hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við ána er notalegt veiðihús með 6 tveggja manna herbergjum. Gott eldhús er í húsinu með helstu þægindum ss. uppþvottavél, gasgrilli o.fl. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Þeir leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið. Reykingar eru ekki leyfðar inni í húsinu og vinsamlegast skiljið ekki eftir sígarettustubba fyrir utan húsið. Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför.

Veiðireglur

Sleppiskylda er á laxi sem er stærri en 70cm

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar um 6 km, með um 20 merktum hyljum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Ísafjörður: um 118 km

Nærliggjandi flugvellir

Ísafjarðarflugvöllur

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  s: 568 6050

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laugardalsá

Metfjöldi genginn í gegnum teljarann

„Annað árið í röð hélt fjölskyldan til veiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Átti nú að jafna metin frá í fyrra þegar laxinn var mikið að stríða okkur og duglegur við

Lesa meira »
Shopping Basket