Laugardalsá er í Ísafjarðardjúpi og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Hún var fyrrum fisklaus, en árið 1969 var gerður fiskvegur og með tilkomu hans varð áin gríðarlega góð laxveiðiá. Hún er nú talin ein sú allra besta á Vestfjörðum með meðalveiði uppá nærri 300 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2ja ára laxi. Þónokkuð er af urriða í bæði vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka. Áin hentar vel smærri hópum, sem vilja vera útaf fyrir sig. Stangirnar eru alltaf seldar saman, og eru einungis 2 stangir notaðar í upphafi og lok veiðitímabilsins. Veitt er í 2-3 daga í senn, frá hádegi – hádegis.
Tveir laxar á land og ekkert tappagjald
„Byrjuðum kl 16 í dag í Laugardalsánni, er með fjölskylduna við veiðar, rok og kalt en undanfarna daga búið að vera fínasta veður til veiða. Fengum geysi fallegar og þykkar